Bundesliga
Ekkert andrúmsloft jafnast á við það að fleygja sér í hringiðu þúsunda ástríðufullra þýskra aðdáenda til þess að horfa á þýsk úrvalslið eigast við. Ef þig langar að ferðast til Munchen, því ekki að heimsækja hinn tilkomumikla Allianz Arena völl með miðum á Bayern Munchen? Eða því ekki að taka þér sæti í miðjum alræmda gula veggnum með því að kaupa Borussia Dortmund miða? Þú getur fengið hvaða fótboltamiða sem hugur þinn girnist í þýsku úrvalsdeildina á Ticket Pad, treystu okkur til þess að tryggja þér bestu miðana á þýskan fótbolta á þessari leiktíð, studda af 100% miðatryggingu.
Ticket Pad getur boðið upp á miða á alla leiki í þýsku úrvalsdeildinni, og trúðu okkur, þýskir fótboltaleikir valda aldrei vonbrigðum. Á þessari leiktíð, mun Bayern Munchen reyna að endurheimta titilinn og þú getur séð hvort þeim tekst það með miðum á Bayern Munchen, þar sem Carlo Ancelotti reynir, sem nýr þjálfari Bayern, að stýra liðinu í átt að velgengni, og með því feta í fótspor fyrirennara síns Pep Guardiola. Verkefnið er ekki auðvelt, og þeir munu sjá fram á harða samkeppni frá liðum eins og Wolfsburg, Borussia Monchengladbach, Schalke og Bayer Leverkusen sem og frá sínum erkifjendum, Borussia Dortmund.
Þýska úrvalsdeildin býður einnig velkomna í deildina nýju strákana í SC Freiburg og RB Leipzig í kjölfar þess að þeir náðu að komast upp úr annarri deild og þú getur séð hvernig þeim gengur með því að kaupa miða í Bundesliga. En þegar tvö lið komast upp verða tvö lið að fara niður um deild og það voru Hannover 96 og Stuttgart sem kvöddu þýsku úrvalsdeildina fyrir leiktíðina 2017/18. Þýska úrvalsdeildin er ein besta úrvalsdeild í Evrópu í dag sem er auðug af frábærum liðum og stórkostlegum leikvöngum sem eru fádæma vel sóttir. Á síðustu leiktíð í þýsku úrvalsdeildinni voru leikir sóttir að meðaltali af 43,000 manns og engin furða að þeir séu svo vel studdir þar sem sumir af bestu leikmönnum heims spila í þýsku úrvalsdeildinni. Ef þú hefur aldrei upplifað þýskan fótbolta þá ertu að missa af miklu; en breyttu því á þessari leiktíð með hjálp Ticket Pad.
Á síðustu leiktíð var þýska úrvalsdeildin best sótta fótboltadeild í heimi þannig að viðskiptavinir verða að hafa hraðar hendur til að ná liðum eins og Bayern Munchen og Borussia Dortmund á fullu. Ticket Pad er besti staðurinn til þess að ná í miða á þýsku úrvalsdeildina! Náðu í þína núna og njóttu allrar spennunnar sem ein leiktíð enn hefur upp á að bjóða í þýsku úrvalsdeildinni.