homepage.faq-category-Buying Tickets

Hvar ætti ég að velja að sitja á völlnum?

Hverjum fótboltavelli er í grundvallaratriðum skipt niður í 2 svæði, langhlið og skammhlið. Á langhliðinni eru sæti sem snúa að langhliðum vallarins og á skammhliðinni eru sætin fyrir aftan mörkin við endann á hverjum velli. Sæti við langhlið vallarins býður upp á besta útsýnið þar sem þú hefur góða yfirsýn yfir bæði mörkin. Að sitja við skammhlið býður aðdáendum upp á spennuþrungið andrúmsloft, sérstaklega þegar mark er skorað á þeim enda vallarins sem þú situr.

Þegar þú hefur ákveðið hvar þú vilt sitja við langhliðina eða skammhliðina á vellinum, þarftu að ákveða hvort þú viljir sitja ofarlega eða neðarlega á þeirri hlið. 
Hvað verð varðar þá eru sætin neðarlega á langhlið þau dýrustu. Sætin ofarlega á skammhlið eru viðráðanlegust í verði. 

Annar valmöguleiki eru sæti í heiðursstúku. Þessi sæti eru þau bestu og dýrustu á vellinum. Þau eru yfirleitt staðsett á langhlið vallarins á milli efra og neðra svæðis, en það er örlítið breytilegt eftir völlum. Heiðursstúkusæti getur einnig innihaldið aðgengi að einkaherbergi á bakvið þar sem þú situr. Í einkaherbergi er jafnan boðið upp á hressingu áður en leikurinn hefst, á meðan á honum stendur og eftir hann. Einnig er þá aðangur að einkasalernum. Heiðursstúkusæti á leiki sem skráðir eru á Ticket Pad munu veita þér frekari upplýsingar um hvað er innifalið í kaupum á stúkusæti. 

 

When will I receive my tickets?

Ef þú hefur gefið upp breskt heimilisfang munu miðarnir berast til þín í vikunni sem leikurinn er. Í sumum tilvikum getur verið að miðarnir komi ekki fyrr en daginn fyrir leik, vegna þess að fótboltafélög senda út miðana nálægt leikdögum. Ef þú gistir á hóteli mun söluaðili gera sitt besta til að miðarnir berist til þín daginn sem þú skráir þig inn á hótelið.

Will my tickets be seated together?

Við skiljum að það að sitja saman er stór hluti af upplifuninni á leikdegi. Ticket Pad tryggir að þegar þú kaupir tvo miða, þá verði þeir miðar alltaf í sætum hlið við hlið. Einnig getum við oft tryggt að fleiri en 2 miðar séu með sæti saman. Hafðu samband við okkur ef þú vilt fleiri en 3 miða með sæti saman og við munum gera okkar besta til að tryggja þér þá miða. Hringdu í +44 (0)20 7993 6171, sendu tölvupóst á info@footballticketpad.com eða notaðu spjallið sem er neðst í hægra horni hverrar síðu á vefsvæði okkar. 

Why are tickets to one match more expensive than another?

Ticket Pad er svæði þar sem fótboltaaðdáendur geta fengið tækifæri til að kaupa og selja miða á leikdegi. Verð hvers miða er ákvarðað af manneskjunni sem selur miðann, og eftirsókn miða fyrir hvern leik ákvarðar verðið. Til dæmis miðar á Man. Utd. á móti Man. City í Úrvalsdeild munu kosta talsvert meira en miðar á West Ham á móti Crystal Palace. Ástæðan er sú að Manchester Derby leikur er meira metinn, þar sem von er á stærri aðsókn í miða á slíkan leik.

Do you charge a booking fee?

Já, við tökum 10% bókunargjald sem bætist við pöntunina þína þegar þú smellir áfram á síðustu síðu borgunarferlisins. 

The ticket I want to order is a season card, what are season cards?

Leiktíðarkort eru annar valkostur sem er í boði hjá fótboltafélagi fyrir aðdáendur í stað þess að kaupa leiktíðarmiða. Munurinn er sá að leiktíðarmiði er miði á alla heima -  og/eða utan heimavallar leiki yfir allt keppnistímabilið, en leiktíðarkort gerir aðdáanda kleift að kaupa staka miða fyrir ákveðna leiki. Því er það svo, að þegar þú kaupir miða á www.ticketpad.is sem er leiktíðarkort, þá ert þú að nota leiktíðarkort seljanda á þann leik sem þú hefur borgað fyrir miða á. Leiktíðarkortið verður sent til þín fyrir leik og þú getur skilað leiktíðarkortinu til seljanda að leiknum loknum.

Is my payment secure?

Já, mjög örugg. Við notum nýjasta hugbúnað þegar kemur að greiðsluöryggi til að tryggja að allar færslur sem koma í gegnum vefsvæðið séu öruggar. Hver síða á vefsvæði okkar vottuð sem „örugg“ af sérfræðingunum McAffee Secure í netöryggi. 

 

How will you get my tickets to me, delivery options?

Ticket Pad tryggir að þú munt fá miðana þína í hendurnar í tæka tíð fyrir leikinn. Mismunandi sendingarmöguleikar eru í boði fyrir viðskiptavini og eru tíundaðir þegar þú smellir áfram á lokaútskráningarsíðuna. 

The game is tomorrow, can I still order tickets to the match?

Ticket Pad ráðleggur viðskiptavinum að bóka miða eins fljótt og unnt er til þess að forðast vonbrigðin sem fylgja því að missa af leik. Hins vegar er enn þá hægt að kaupa miða á leik daginn fyrir leik. Hafðu samband við okkur eins fljótt og hægt er og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að útvega þér miða á leikinn, og koma í kring viðeigandi afhendingu. Hringdu í +44 (0)20 7993 6171, sendu tölvupóst á info@footballticketpad.com eða notaðu spjallið sem er neðst í hægra horni hverrar síðu á vefsvæði okkar.

The game is today, can I still order tickets to the match?

Ticket Pad ráðleggur viðskiptavinum að bóka miða eins fljótt og unnt er til þess að forðast vonbrigðin sem fylgja því að missa af leik. Hins vegar er ennþá hægt að kaupa miða á leikinn sama dag og leikurinn er. Hafðu samband við okkur eins fljótt og hægt er á leikdegi og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að útvega þér miða  á leikinn, og gera ráðstafanir til þess að hægt sé að koma miðanum landleiðina til þín. Hringdu í +44 (0)20 7993 6171, sendu tölvupóst á info@footballticketpad.com eða notaðu spjallið sem er neðst í hægra horni hverrar síðu á vefsvæði okkar.

 

Can I cancel my order?

Því miður er öll sala endanleg. Þegar miði hefur verið keyptur er ekki hægt að fá hann endurgreiddan. Auðvitað getum við sett upp miðann þinn aftur á www.ticketpad.is til þess að annar aðdáandi geti keypt hann en við getum ekki ábyrgst að þeir muni seljast aftur.